Byggingar úr Durisol steinum
DURISOL BYGGINGARSTEINARNIR HENTA VEL TIL AÐ REISA MARGS KONAR MANNVIRKI
Byggingarsteinarnir hafa í marga áratugi verið notaðir til að reisa allt frá bílskúrum og upp í margra hæða fjölbýli og einnig húsnæði í ýmsum stærðarflokkum ætluð fyrirtækjarekstri, eins og verksmiðjur, hjúkrunarheimili, hótel o.m.fl.
Veggir úr steinunum eru með mikið einangrunargildi og er það um þriðjungi betra en íslensk byggingarreglugerð kveður á um. Hljóðdempun milli rýma er einnig mjög góð og ná veggir sem t.d. skilja að par og raðhús um 60 dB hljóðdempun. Brunaþol húsa úr steinunum er mikið enda eru þeir samkvæmt Evrópustaðli með REI 180 í einkunn en það er þriggja klukkustunda brunaþol. Hús sem byggð eru úr efninu hafa staðið sterk víða um heim gegnum marga áratugi.
Hér á Íslandi hefur byggingarefnið sannað gildi sitt á undanförnum árum og er mikil ánægja með þau hús sem nú þegar eru komin í notkun hér. Þau taka vel utan um íbúa sína.
Eiginleikar Durisol byggingarsteinanna frá PAGO gera þá að mjög svo aðlaðandi kosti fyrir bæði verktaka og einstaklinga.
Durisol byggingarsteinarnir eiga sér vel yfir 80 ára farsæla reynslusögu. Hér eru nokkur dæmi um byggingar sem reistar hafa verið úr þeim gegnum tíðina, bæði úti og hér heima.
